spot_img

Kominn til Katowice

Haukur Helgi Pálsson er kominn til móts við íslenska liðið og mun verða með því það sem eftir lifir mót. Hann mun þó ekki leika neitt, þar sem samkvæmt heimildum hann er að jafna sig eftir aðgerð sem hann þurfti að fara í á dögunum.

Haukur Helgi er stigahæsti leikmaður Íslands á EuroBasket frá upphafi og var hann mikilvægur leikmaður liðsins sem tryggði sig á þetta lokamót. Hann þurfti þó að sætta sig við að vera utan liðs eftir að hann meiddist í æfingaleik gegn Portúgal í aðdraganda mótsins.

Fréttir
- Auglýsing -