spot_img
HomeFréttirKomið að stóru stundinni hjá Helenu og TCU

Komið að stóru stundinni hjá Helenu og TCU

14:31
{mosimage}

(Helena Sverrisdóttir)

Landsliðskonan Helena Sverrisdóttir og liðsfélagar hennar í bandaríska háskólaliðinu TCU leika stórleik í kvöld þegar þær mæta South Dakota State í fyrstu umferð NCAA keppninnar. 64 kvennalið taka þá í úrslitum NCAA keppninnar en viðureign TCU og South Dakota State fer fram í Lubbock í Texas í United Spirit Arena í nótt.

TCU hafnaði í 3. sæti í Mountain West riðlinum en South Dakota State hafa verið á mikilli siglingu undanfarið og fyrirfram er búist við að TCU eigi við ramman reip að draga.

Á blaðamannafundi í gær sagði Helena að hún vonaðist til þess að sem flestir stuðningsmenn TCU sæju sér fært um að mæta á leikinn og kvaðst spennt fyrir stórleiknum í nótt. Helena var á dögunum valin í úrvalslið Mountain West riðilsins og þar með varð hún aðeins sjöundi leikmaður TCU sem hlýtur þann heiður. Helena leiddi lið TCU í MWC með 16,0 stig að meðaltali í leik, 7,2 fráköst og 4,7 stoðsendingar.

South Dakota State hafa átt magnaðan vetur. Liðið hefur unnið alla 18 heimaleiki sína á leiktíðinni og unnið 13 af 15 útileikjum sínum. Að sama skapi hefur TCU unnið 14 af 17 heimaleikjum sínum og 6 af 13 útileikjum.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -