spot_img
HomeFréttirKomið að stóru stundinni!

Komið að stóru stundinni!

Í kvöld hefst úrslitakeppnin í Domino´s deild karla. Deildarmeistarar KR og Snæfell hefja sína rimmu í DHL-Höllinni og Bikarmeistarar Grindavíkur og Þór Þorlákshöfn leggja af stað inn í sitt einvígi. Báðir leikirnir í kvöld hefjast kl. 19:15.
 
 
KR hefur heimaleikjaréttinn gegn Snæfell og Grindavík hefur heimaleikjaréttinn gegn Þór Þorlákshöfn. Úrslitakeppnin í Domino´s deild karla verður því gangsett í DHL-Höllinni í kvöld og í Röstinni. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst áfram í undanúrslit.
 
KR hafnaði í 1. sæti deildarkeppninnar og vann báða leiki sína á tímabilinu gegn Snæfell, töpuðu í reynd aðeins einum deildarleik og það í upphafi þessa árs þegar tvöfaldir meistarar Grindavíkur mættu í DHL-Höllina. Snæfell hafnaði í 8. sæti með 9 sigra og 13 tapleiki í deildinni.
 
Grindavík hafnaði í 3. sæti í deildinni með 17 sigra og 5 tapleiki. Þór lauk keppni í 6. sæti með 11 sigra og 11 tapleiki en innbyrðis unnu liðin sinn hvorn leikinn og það á útivelli.
 
Ekki láta ykkur vanta á völlinn!
  
Mynd/ Magni Hafsteinsson og KR-ingar fá Snæfell í heimsókn í kvöld í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum í Domino´s deild karla.
Fréttir
- Auglýsing -