Í kvöld fara tvö lið í sumarfrí og tvö lið tryggja sér sæti í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. KR og Snæfell eru þegar komin í undanúrslit en eftir standa oddaleikir Stjörnunnar og Njarðvíkur annarsvegar og hinsvegar Keflavíkur og Tindastóls. Báðir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15 og verða í beinni tölfræðilýsingu hjá KKÍ en viðureign Stjörnunnar og Njarðvíkur verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport.
Keflvíkingar tóku 1-0 forystu með 94-75 sigri í fyrsta leik liðanna en Stólarnir jöfnuðu metin fyrir Norðan í Síkinu með 94-91 sigri. Njarðvíkingar unnu fyrsta leikinn í Garðabæ 64-76 þar sem Stjarnan hafði heimaleikjaréttinn. Grænum tókst svo ekki að gera út um einvígið á heimavelli þar sem Stjarnan hafði sigur 91-95.
Fjölmennum á vellina í kvöld!



