spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaKoma með reynslu og hugarfar sem mun nýtast okkur í vetur

Koma með reynslu og hugarfar sem mun nýtast okkur í vetur

Alex Rafn Guðlaugsson og Yngvi Freyr Óskarsson hafa skrifað undir samninga við Hauka fyrir komandi leiktíð í fyrstu deild karla.

Yngvi Freyr er 27 ára 201 cm framherji og Alex Rafn er 25 ára 190 cm framherji, en báðir eiga þeir langan feril með Haukum. Yngvi er uppalinn og Alex Rafn kom ungur til Hauka en báðir hafa leikið með yngri flokkum félagsins og meistaraflokki. Alex Rafn lék með Snæfell síðasta tímabil í 1.deild en Yngvi var að jafna sig eftir meiðsli en þar áður lék hann með Keflavík í Bónusdeildinni.

Pétur Ingvars hafði þetta að segja ,,Það er mikilvægt að fá þessa Haukastráka í hópinn, þeir koma með reynslu og hugarfar sem mun nýtast okkur í vetur”

Fréttir
- Auglýsing -