Ísland tekur á móti Bretlandi kl. 16:45 á morgun í Laugardalshöll í öðrum leik sínum í undankeppni HM 2027. Í fyrsta leik keppninnar vann íslenska liðið frækinn sigur gegn Ítalíu úti í Tortona.
Geta þeir því með sigri á morgun tryggt sér efsta sæti riðils síns fram yfir áramót, en næsti leikjagluggi keppninnar er í lok febrúar 2026. Þá mun íslenska liðið leika heima og heiman gegn Litháen.
Hérna er hægt að kaupa miða á leikinn gegn Bretlandi
Karfan kom við á æfingu hjá liðinu fyrr í dag og spurði Craig Pedersen þjálfara liðsins út í sigurinn gegn Ítalíu og við hverju væri að búast í leiknum gegn Bretlandi.



