16:05
{mosimage}
(Kolbeinn í baráttunni í 1. deildinni í vetur. Hér er hann ásamt Guðmundi liðsfélaga sínum að taka á Marel Guðlaugssyni leikmanni Hauka)
Kolbeinn Soffíuson sem hefur spilað með Valsmönnum seinustu ár í 1. deildinni hefur ákveðið að flytja af landi brott í haust en hann mun fara til Þýskalands að læra sagnfræði við Humboldt háskólan í Berlín í gegnum Erasmum skiptinemakerfið.
Kolbeinn, sem hirti 1, 3 fráköst og skoraði 1,6 stig á seinustu leiktíð með Val, hefur ekki ákveðið hvort hann muni reyna fyrir sér hjá einhverju liði í Þýskalandi en hann segir að það muni ráðast þegar út er komið.
Eftir Þýskalandsdvölin er Kolbeinn ekki viss hvað muni taka við en hann sagði við Karfan.is að hann vonist til að Valsmenn verði komnir í Iceland Express-deildina þegar hann kæmi á ný til íslands. ,,Það yrði auðvitað draumur að koma aftur að ári og spila með strákunum í úrvalsdeildinni.”
Kolbeinn hefur tröllatrú á félögum sínum í Val og segir að þeir séu líklegir til afreka. ,,Með eitt ár undir beltinu held ég að þessi hópur hafi fulla burði til þess að fara upp í úrvalsdeildina.”
Hann heldur því fram að 1. deildin verði mjög spennandi í ár og jafnvel sterkari en í fyrra og telur möguleika Vals góða sérstaklega ef þeir halda öllum sterkustu leikmönnum sínum. ,,En ef við höldum öllum strákunum þá eiga þeir að fara upp, engin spurning.”
Gísli Ólafsson
Mynd: [email protected]