spot_img
HomeFréttirKolbeinn sæmdur heiðurskrossi ÍSÍ

Kolbeinn sæmdur heiðurskrossi ÍSÍ

Kolbeinn Pálsson varð þess heiðurs aðnjótandi að vera sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ á 100 ára afmæli ÍSÍ á laugardaginn var. Afmælisboð var haldið hátíðlegt í Ráðhúsi Reykjavíkur og voru fjölmargir gestir viðstaddir, meðal annars forseti Evrópsku Ólympíunefndarinnar. www.kki.is greinir frá.
 
Fjórir einstaklingar voru sæmdir þessum heiðri og við afhendinguna var eftirfarandi texti lesinn:
 
„Kolbeinn hefur gegnt mörgum hlutverkum í íþróttahreyfingunni. Hann hóf snemma að iðka íþróttir og var gjaldgengur í þeim mörgum. Má þar nefna knattspyrnu, skautahlaup, handknattleik, frjálsar íþróttir og körfuknattleik. Var hann valinn í unglingalandslið bæði í handknattleik og körfuknattleik.
 
Kolbeinn vann fjölda titla með KR á sínum íþróttaferli og lék alla landsleiki í körfuknattleik sem leiknir voru á árunum 1965-1976. Kolbeinn er eini körfuknattleiksmaður landsins sem valinn hefur verið Íþróttamaður ársins en það var árið 1966.
 
Kolbeinn var formaður Körfuknattleikssambands Íslands tímabilið 1988-1996 og sat í stjórn Ólympíunefndar Íslands í átta ár. Kolbeinn er enn að störfum og situr m.a. í stjóðsstjórn Afrekssjóðs ÍSÍ og hefur gert frá árinu 2006.“
 
www.kki.is
 
   
Fréttir
- Auglýsing -