spot_img
HomeFréttirKolbeinn Pálsson: Vörnin er leiðin að sigri

Kolbeinn Pálsson: Vörnin er leiðin að sigri

22:29
{mosimage}

(Kolbeinn ásamt leikmönnum KR í DHL-Höllinni á þriðjudagskvöld) 

Eini körfuknattleiksmaðurinn á Íslandi sem hefur verið útnefndur Íþróttamaður ársins er Kolbeinn Pálsson og á þriðjudagskvöld var sá hinn sami sæll og glaður í DHL-Höllinni þegar KR lagði Grindavík í oddaleik um sæti í úrslitum deildarinnar gegn Keflavík. Kolbeinn hefur verið síðustu árin með puttana í kvennastarfi KR og kvaðst montinn af sínu liði þegar Karfan.is náði tali af honum. 

,,Ég er stoltur, mjög svo, þetta eru stelpurnar mínar og ég hef verið að blanda mér inn í þeirra mál síðustu þrjú árin og nú er ég sko montinn,” sagði Kolbeinn í samtali við Karfan.is 

,,Mér líst svo ljómandi vel á einvígið gegn Keflavík og ég hef alltaf sagt að vörnin sé leiðin að sigri. Ef KR leikur sömu vörn gegn Keflavík og þær gerðu í oddaleiknum gegn Grindavík þá liggur Keflavík,” sagði Kolbeinn ákveðinn en hann veit hvað hann syngur enda hefur hann sjö sinnum orðið Íslandsmeistari og níu sinnum bikarmeistari. 

Kolbeinn Pálsson var útnefndur Íþróttamaður ársins árið 1966 og enn þann dag í dag er hann eini körfuknattleiksmaðurinn sem hefur hlotið þann heiður.  

Kolbeinn er fæddur árið 1945 og er alinn upp í Reykjavík. Kolbeinn byrjaði að spila körfubolta með meistaraflokki KR árið 1962 og var með liðinu allt til ársins 1981. Kolbeinn er enn í dag leikjahæsti leikmaður KR með 383 leiki fyrir félagið. 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -