10:00
{mosimage}
Kobe Bryant, stórstjarna bandaríska landsliðsins, sagði í gær á blaðamannafundi að markmið liðsins væri skýrt, það er að vinna gullið.
,,Við erum hér til að vinna gullið, og það er alvarlegt mál,” sagði Kobe.
,,Við höldum áfram að verða betri og það er lykilatriði fyrir okkur. Hver einasti leikur er skilaboð frá okkur,” sagði Kobe en bandaríska liðið hefur verið nokkuð sannfærandi í aðdraganda Ólympíuleikanna og unnið hvern leikinn á fætur öðrum.
Bandaríska liðið hefur ekki unnið stórmót í körfubolta síðan það varð Ólympíumeistari árið 2000 í Sydney.
Mynd: AP