Kobe Bryant sýndi enn einu sinni að hann er hættulegasti leikmaður NBA þegar sigur er í húi á lokasekúndum þegar hann skoraði sigurkörfuna fyrir LA Lakers gegn Boston Celtics í æsispennandi viðureign erkifjendanna. Lakers fengu boltann eftir að Paul Pierce hafði brotið af sér í sókninni og Kobe setti sigurkörfuna þegar rúmar 7 sek voru eftir af leiknum. Ray Allen fékk færi á að snúa taflinu við en lokaskotið hans geigaði.
Lakers hafa því unnið allar þrjár viðureignir liðanna síðan Celtics lögðu þá í lokaleik úrslitanna 2008 og Boston er nú búið að tapa þremur leikjum í röð.
Á meðan unnu Cleveland Cavaliers öruggan sigur á LA Clippers, Denver vann San Antonio og Orlando vann Detroit.
Úrslit næturinnar/Tölfræði:
San Antonio 89 Denver 103
Boston 89 LA Lakers 90
Detroit 86 Orlando 91
Toronto 117 Indiana 102
New Jersey 79 Philadelphia 83
Cleveland 114 LA Clippers 89
Houston 111 Phoenix 115
Oklahoma City 112 Golden State 104
Minnesota 112 New York 91
Mynd/AP



