Síðasta tímabil var það fyrsta í 20 ár sem að leikmaður Los Angeles Lakers, Kobe Bryant, lék ekki í deildinni. Eftir fimm meistaratitla, nokkur met og fjöldann allan af persónulegum viðurkenningum ákvað leikmaðurinn að leggja skóna á hilluna. Þá var það borgarráð Los Angeles borgar, þar sem hann spilaði allan sinn feril í NBA deildinni, sem ákvað að hér eftir yrði 24. ágúst árlegur Kobe Bryant dagur.
Að sögn borgarráðsmeðlimsins José Huizar var það öll borgin sem að naut góðs hæfileika kappans í þennan langa tíma og að dagurinn sé til þess gerður að þakka honum fyrir.
Í dagsetningunni sjálfri er að finna þau tvö númer sem að kappinn spilaði undir fyrir liðið. Fyrstu 10 tímabil sín spilaði hann í treyju númer 8, áður en að hann skipti og var númer 24 síðustu 10 árin.
Í dag er það þá í annað skiptið sem þessi dagur kemur upp. Ekkert hefur spurst af eiginlegum hátíðarhöldum frá deginum, en fyrrum leikmaðurinn notaði tækifærið þó til þess að auglýsa nýja skó og á sama tíma senda skilaboð til núverandi leikmanna deildarinnar, tónlistarmanna og fleiri.
Nýr leikmaður Cleveland Cavaliers, Isaiah Thomas, fékk þá áskorun að komast í fyrsta úrvalslið deildarinnar á næsta tímabili:
.@Isaiah_Thomas I challenge you to make the All-NBA First Team next season #MambaMentality pic.twitter.com/kl8FN4JiO9
— Kobe Bryant (@kobebryant) August 24, 2017
Leikmaður Toronto Raptors, DeMar DeRozan, skorar hann á að endurnýja kynni sín við ungdóminn í heimahverfi sínu Compton, Los Angeles:
.@DeMar_DeRozan I challenge you to rekindle a lost friendship from your youth in Compton #MambaMentality pic.twitter.com/82XF2elJ1f
— Kobe Bryant (@kobebryant) August 24, 2017
Tónlistarmaðurinn Kendrick Lamar fær þá áskorun að umbylta tónlistarkennslu í gamla miðskólanum sínum í Compton, Los Angeles:
.@KendrickLamar I challenge your record label to revolutionize the music program at Centennial High School #MambaMentality pic.twitter.com/dviWdNbXMS
— Kobe Bryant (@kobebryant) August 24, 2017
Hlauparann Allyson Felix skorar hann á að þjálfa hlaupara fyrir næstu Ólympíuleika fatlaðra:
.@allysonfelix I challenge you to coach the sprinters for the upcoming Special Olympics #MambaMentality pic.twitter.com/aaL6eiC9Lh
— Kobe Bryant (@kobebryant) August 24, 2017
Varnar-ruðningsmanninn Richrd Sherman skorar hann á að setja félagsmet hjá Seattle Seahawks í stolnum boltum á næsta tímabili:
.@RSherman_25 I challenge you to break the Seahawks single season interception record #MambaMentality pic.twitter.com/4g9kOx2YhA
— Kobe Bryant (@kobebryant) August 24, 2017
Að sjálfsögðu fylgir þessu ein skemmtileg auglýsing fyrir glæsilega nýja útgáfu af skóm frá kappanum:
The Man. The Myth. The Mamba.
Channel your #MambaMentality. pic.twitter.com/RESlbLEMVz
— Nike Basketball (@nikebasketball) August 24, 2017