spot_img
HomeFréttirKobe sendir Isaiah Thomas, Kendrick Lamar og fleirum áskoranir

Kobe sendir Isaiah Thomas, Kendrick Lamar og fleirum áskoranir

 

Síðasta tímabil var það fyrsta í 20 ár sem að leikmaður Los Angeles Lakers, Kobe Bryant, lék ekki í deildinni. Eftir fimm meistaratitla, nokkur met og fjöldann allan af persónulegum viðurkenningum ákvað leikmaðurinn að leggja skóna á hilluna. Þá var það borgarráð Los Angeles borgar, þar sem hann spilaði allan sinn feril í NBA deildinni, sem ákvað að hér eftir yrði 24. ágúst árlegur Kobe Bryant dagur.

 

Að sögn borgarráðsmeðlimsins José Huizar var það öll borgin sem að naut góðs hæfileika kappans í þennan langa tíma og að dagurinn sé til þess gerður að þakka honum fyrir.

 

Í dagsetningunni sjálfri er að finna þau tvö númer sem að kappinn spilaði undir fyrir liðið. Fyrstu 10 tímabil sín spilaði hann í treyju númer 8, áður en að hann skipti og var númer 24 síðustu 10 árin.

 

Í dag er það þá í annað skiptið sem þessi dagur kemur upp. Ekkert hefur spurst af eiginlegum hátíðarhöldum frá deginum, en fyrrum leikmaðurinn notaði tækifærið þó til þess að auglýsa nýja skó og á sama tíma senda skilaboð til núverandi leikmanna deildarinnar, tónlistarmanna og fleiri.

 

 

Nýr leikmaður Cleveland Cavaliers, Isaiah Thomas, fékk þá áskorun að komast í fyrsta úrvalslið deildarinnar á næsta tímabili:

 

 

 

Leikmaður Toronto Raptors, DeMar DeRozan, skorar hann á að endurnýja kynni sín við ungdóminn í heimahverfi sínu Compton, Los Angeles:

 

 

 

Tónlistarmaðurinn Kendrick Lamar fær þá áskorun að umbylta tónlistarkennslu í gamla miðskólanum sínum í Compton, Los Angeles:

 

 

 

Hlauparann Allyson Felix skorar hann á að þjálfa hlaupara fyrir næstu Ólympíuleika fatlaðra:

 

 

 

Varnar-ruðningsmanninn Richrd Sherman skorar hann á að setja félagsmet hjá Seattle Seahawks í stolnum boltum á næsta tímabili:

 

 

 

Að sjálfsögðu fylgir þessu ein skemmtileg auglýsing fyrir glæsilega nýja útgáfu af skóm frá kappanum:

 

 

Fréttir
- Auglýsing -