spot_img
HomeFréttirKobe og Luke gefa peninga

Kobe og Luke gefa peninga

 Kobe Bryant þénar umtalsverðar upphæðir fyrir það eitt að spila körfuknattleik og svo annað eins í auglýsingasamninga. Kobe hefur seint verið talinn nískur og nýjasta útspil hans sýnir það svo sannarlega. 
Nú í vikunni komust fjölmiðlar vestanhafs að því að Kobe tók af skarið og borgaði úrslitakeppnisbónusa sína frá síðasta tímabili til tveggja starfsmanna sem höfðu verið sagt upp hjá LA Lakers þegar í ljós kom að verkfall yrði hjá deildinni. Annar starfsmaðurinn hefur unnið sig uppúr því að vera boltastrákur árið 1986 í það að vera í yfir umsjón myndbandavinnslu liðsins.  "Kobe hefur alltaf verið annt um litla manninn" sagði Patric Okeefe annar starfsmannana sem var sagt upp.  Vonin er hinsvegar sú að þeir verði endurráðnir þegar leysist úr deilunni. 
 
Luke Walton reið svo á vaðið að gaf óuppgefna upphæð til annara 20 starfsmanna sem sagt hafði verið upp hjá Lakers. 
Fréttir
- Auglýsing -