Kobe Bryant og Allen Iverson munu ekki taka þátt í Stjörnuleiknum sem fer fram í Dallas um næstu helgi. Báðir hafa þeir strítt við meiðsli undanfarið og verið frá keppni þannig að þeir treysta sér ekki til að taka sín sæti í byrjunaliðum Austurs og Vesturs.
Í stað Kobes kemur hinn margreyndi Jason Kidd, sem leikur þá sinn tíunda stjörnuleik, nú á heimavelli sem leikmaður Dallas Mavericks, og framherinn David Lee frá NY Knicks sem leikur sinn fyrsta stjörnuleik, tekur sæti Iversons í liði Austursins.
Þannig eru liðin frágengin, en áður hafði Chris Kaman komið inn í lið Vesturstrandarinnar fyrir hinn meidda Brandon Roy.
Þjálfarar liðanna, þeir George Karl og Stan Van Gundy munu ákveða hverjir koma inn í byrjunarliðin í stað Kobes og Iversons.



