spot_img
HomeFréttirKobe klikkaði ekki í þetta skiptið - Enn ein sigurkarfan

Kobe klikkaði ekki í þetta skiptið – Enn ein sigurkarfan

LA Lakers komust aftur á sigurbraut í nótt þegar Kobe Bryant bjargaði sínum mönnum enn eina ferðina. Þrátt fyrir að hafa klikkað á lokaskotinu gegn Orlando í fyrrakvöld var Kobe auðvitað með boltann í höndunum á síðustu andartökum leiksins og kom sínum mönnum í 109-107 gegn Toronto Raptors og kom þannig í veg fyrir að leikurinn færi í framlengingu.
Á meðan unnu Orlando auðveldan sigur á LA Clippers, 113-87, Boston tapaði gegn Milwaukee, 86-84, og Utah fór illa með Chicago Bulls, 108-132.
 
Úrslit næturinnar/Stigahæstir
Indiana 107 – Philadelphia 96 Jones 25 – Holiday 21
Orlando 113 – LA Clippers 87 Howard 22 – Davis 16
Houston 96 – Washington 88 Scola 23 – Young 18
Charlotte 83 – Miami 78 Jackson 17 – Wade 27
Utah 132 – Chicago 108 Williams 28 – Rose 25
Milwaukee 86 – Boston 84 Bogut 25 – Rondo 20
Portland 88 – Sacramento 81 Roy 19 – Evans 18
LA Lakers 109 – Toronto 107 Bryant 32 – Bosh 22
 
Fréttir
- Auglýsing -