spot_img
HomeFréttirKobe getur þetta ekki einn - Boston vann sinn þriðja leik

Kobe getur þetta ekki einn – Boston vann sinn þriðja leik

Boston Celtics þurfa aðeins að vinna einn leik af þeim tveimur sem eftir eru þar sem þeir náðu 3-2 forskoti á LA Lakers í úrslitarimmu NBA með sigri í nótt. Boston áttu góðan leik á sínum heimavelli, en í liði Lakers var enginn sem skilaði sínu nema Kobe Bryant sem var með 38 stig.
Boston var með frumkvæðið allan leikinn og þrátt fyrir stórhríð frá Bryant sitt hvoru megin við hálfleikinn juku þeir forskotið úr einu upp í 13. Á lokakaflanum komust Lakers svo aldrei nær en fimm stig og verða að reiða sig á að allir mæti tilbúnir til leiks í Staples Center þar sem síðustu tveir leikir rimmunnar fara fram.
 
Gamalt máltæki segir að seríur verði ekki spennandi fyrr en einhver tapi heimaleik, en liðin jöfnuðu hvort annað út að því leyti. Þrátt fyrir að Lakers haldi heimaleikjaréttinum er jafnvægið í liðinu áhuggjuefni fyrir þjálfarann Phil Jackson, þar sem samherjar Kobes hafa ekki verið að standa sig.
 
Í nótt var Pau Gasol með aðeins 12 stig og 10 fráköst, Derek Fisher með 9, öll í fyrsta leikhluta, og Lamar Odom 8. Andrew Bynum, sem hefur barist í gegnum meiðsli síðustu vikur, og lék tappa vökva af hné fyrir tveimur dögum var með 6 stig og aðeins 1 frákast.
 
Hjá Boston vaknaði fyrirliðinn Paul Pierce loks til lífsins og skoraði 27 stig, Kevin Garnett var með 18 og 10 fráköst, Rajon Rondo var með 18 og Ray Allen var með 12.
 
Fréttir
- Auglýsing -