spot_img
HomeFréttirKobe fingurbrotnaði í sigurleik

Kobe fingurbrotnaði í sigurleik

LA Lakers unnu sinn ellefta sigur í röð í nótt þegar þeir lögðu Minnesota Timberwolves, en Kobe Bryant fingurbrotnaði í leiknum og þurfti að leika með spelku það sem eftir lifði leiks. Ekki er búist við því að hann missi af leikjum vegna meiðslanna.
 
Á meðal annarra úrslita má nefna að Phoenix Suns unnu Orlando Magic, Allen Iverson átti góðan leik fyrir Philadelphia þar sem hann skoraði 20 stig, en Sixers töpuðu samt fyrir Houston , og Chicago vann Golden State eftir framlengingu.
Það ætti að gefa Vinny del Negro nokkra daga í viðbót á stjórastólnum, sem er orðinn ansi heitur eftir afleita frammistöðu Chicago undanfarið.
 
Úrslit næturinnar/Tölfræði:
 
Philadelphia 91 Houston 96
Indiana 107 New Jersey 91
Toronto 89 Atlanta 111
Miami 93 Dallas 106
Chicago 96 Golden State 91
Memphis 94 Oklahoma City 102
Cleveland 104 Portland 99
New Orleans 96 New York 113
San Antonio 104 Charlotte 85
Phoenix 106 Orlando 103
LA Lakers 104 Minnesota 92
 
 
Fréttir
- Auglýsing -