spot_img
HomeFréttirKobe Bryant útnefndur MVP í NBA deildinni

Kobe Bryant útnefndur MVP í NBA deildinni

10:40
{mosimage}

 

(Bryant og dætur hans Gianna og Natalia með verðlaunagripinn) 

 

Hinn magnaði bakvörður Kobe Bryant, leikmaður LA Lakers, var í nótt útnefndur verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar eða MVP eins og það kallast Vestra. Þetta er í fyrsta sinn sem Bryant hlýtur þessa útnefningu en um árabil hefur hann verið talinn einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Bryant sagði við athöfnina að viðurkenningin væri blessun og lagði áherslu á að hann langaði líka í annan bikar þetta árið.

 

,,Þetta er Hollywood, þetta er bara kvikmyndahandrit og hinn fullkomni endi á því væri að Lakers lyfti NBA titlinum í ár,” sagði Bryant við hátíðlega athöfn þegar hann tók á móti viðurkenningunni. ,,Þetta eru verðlaun sem ég hefði ekki getað unnið upp á mínar eigin spýtur. Ég get ekki þakkað liðsfélögum mínum nógsamlega en þeir eru mér sem bræður,” sagði Bryant.

 

Bryant fékk 82 atkvæði í 1. sæti kosningarinnar og alls fékk hann 1105 stig frá fjölmiðlum. Næstur honum kom Chris Paul með 889 stig og þriðji varð Kevin Garnett með 670 stig. LeBron James hafnaði í fjórða sæti með 438 stig.

 

Kobe Bryant hefur þurft að bíða í 12 ár til þess að vera valinn MVP í NBA deildinni og er þar með kominn í hóp ekki ómerkari manna eins og Karl Malone sem einnig beið heil 12 ár eftir því að vera valinn en vöðvatröllið sem gerði garðinn frægann með Utah Jazz var útnefndur MVP leiktíðina 1996-1997.

 

Phil Jackson þjálfari LA Lakers sagði við athöfnina í gær að hann vissi ekki um neinn sem ætti þessi verðlaun jafn mikið skilin og Kobe Bryant þetta árið. Þá sagði þjálfarinn góðkunni að hann hefði aldrei vitað til þess að nokkur maður hefði lagt á sig jafn mikla vinnu til þess að afreka það sem Kobe hefur afrekað undanfarið.

 

Bryant var með 28,3 stig að meðaltali í leik í NBA deildinni í vetur, 5,4 stoðsendingar, 36,1% þriggja stiga nýtingu og 6,3 fráköst. Þá stal hann 1,84 bolta að meðaltali í leik og lék að jafnaði í 38,9 mínútur í leik.

Röðun á valinu í MVP kosningunni 

1.  Kobe Bryant, LAL  82                  1100 
2.  Chris Paul, NO  28                         894 
3.  Kevin Garnett, BOS  15                670 
4.  LeBron James, CLE  1                   438 
5.  Dwight Howard, ORL                 60 
6.  Amare Stoudemire, PHX            27 
7.  Tim Duncan, SA                          25 
8.  Tracy McGrady, HOU                19 
9.  Steve Nash, PHX                        18 
10.  Manu Ginobili, SA                    9 
11.  Dirk Nowitzki, DAL                 5 
12.  Deron Williams, UTA               4 
13.  Carmelo Anthony, DEN           3 
14.  Paul Pierce, BOS                       1 
15.  Rasheed Wallace, DET             1 
16.  Carlos Boozer, UTA                  1 
17.  Antawn Jamison, WAS             1 

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -