spot_img
HomeFréttirKnicks verðmætastir þrátt fyrir allt

Knicks verðmætastir þrátt fyrir allt

08:47:59
 New York Knicks er verðmætasta liðið í NBA eftir því sem fram kemur í árlegri úttekt Forbes tímritsins. Verðmæti flestra NBA liða, sem er að mestu metið út frá tekjumöguleikum í núverandi húsnæði, hefur aukist verulega milli ára, en Knicks er metið á 613 milljónir dala, eilítið meira en í fyrra.

 

Nánar hér að neðan:

 

Í öðru sæti, fjórða árið í röð, er LA Lakers á 584 milljónir sem er aukning um 24 milljónir milli ára. Chicago Bulls, Detroit Pistons og Cleveland Cavaliers koma í þar næstu sætum, en hástökkvarar ársins eru Portland Trailblazers sem hafa eflst mikið að undanförnu og stigu í vermæti um 21% frá síðasta ári. Þá hækkaði gamla stórveldið Boston Celtic sig um rúmar 50 milljónir dala.

 

Í neðstu sætum eru New Jersey Nets, Memphis Grizzlies, New Orleans Hornets, Charlotte Bobcats og Millwaukee Bucks sem reka lestina.

 

Til gamans má þess geta að Forbes hefur einnig metið verðmæti liða í öðrum atvinnumannadeildum í Ameríku. Í amerískum fótbolta er Dallas Cowboys á toppnum með verðmæti upp á rúmlega 1,6 milljarð dala, NY Yankees er á toppnum í hafnabolta með 1,3 milljarða og Toronto Maple Leafs í íshokkí með 448 milljónir.

Heimild: Sports Illustrated

 

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -