spot_img
HomeFréttirKnicks burstuðu Portland og Bulls lögðu Miami án Rose

Knicks burstuðu Portland og Bulls lögðu Miami án Rose

D´Antoni segir af sér og Knicks svara með því að binda enda á sex leikja taphrinu og bursta Portland Trail Blazers 121-79! Þá mættust risarnir Chicago Bulls og Miami Heat þar sem nautin höfðu betur en alls voru tólf leikir á dagskránni í NBA deildinni í nótt.
New York Knicks 121-79 Portland
Bekkurinn hjá Knicks fór á kostum gegn Knicks undir stjórn Mike Woodson sem stjórna mun Knicks út tímabilið. J.R. Smith kom með 23 stig af bekknum fyrir New York og Steve Novak bætti við 20 stigum. Af byrjunarliðsmönnum Knicks er það að frétta að Amar´e Stoudemire gerði 17 stig og tók 8 fráköst en Jeremy Lin gerði 6 stig og tapaði 6 boltum og heldur betur farið að hitna undir kallinum í byrjunarliði Knicks. Hjá Portland voru tveir jafnir með 15 stig, þeir Gerald Wallace og LaMarcus Aldridge.
 
Chicago 106-102 Miami
Athyglisverður sigur hjá Bulls sem léku án Derrick Rose sem hvíldi með smávægileg meiðsli í nára. John Lucas III kom með 24 stig af bekknum hjá Bulls go Joakim Noah bætti við 14 stigum og 6 fráköstum. Hjá Miami var Dwyane Wade með 36 stig og LeBron James með 35. Þeir félagar James og Wade tóku t.d. 30 af 38 skotum Miami í teignum, spurning hvort Miami hefði landað sigri ef fleiri hefðu fengið að taka þátt í leiknum?
 
Önnur úrslit næturinnar:
 
Indiana 111-94 Philadelphia
New Jersey 98-84 Toronto
Milwaukee 115-105 Cleveland
New Orleans 101-107 LA Lakers
Houston 107-87 Charlotte
San Antonio 122-111 Orlando
Sacramento 112-124 Detroit
Phoenix 120-111 Utah
LA Clippers 96-82 Atlanta
Golden State 103-105 Boston
 
  
Fréttir
- Auglýsing -