spot_img
HomeFréttirKnattspyrnumenn æfa körfubolta

Knattspyrnumenn æfa körfubolta

9:49

{mosimage}

Joachim Löw landsliðsþjálfari Þjóðverja í knattspyrnu 

Þjálfarar fara ekki alltaf hefðbundnar leiðir til að ná markmiðum sínum eins og fjölmörg dæmi sanna. Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þjóðverja er til dæmis með sína menn á körfuboltaæfingum þessa dagana. Frá þessu er greint á mbl.is

Þýska þjálfaranum hefur þótt leikmenn sínir brjóta full mikið af sér þegar þeir verjast og vill laga það með þessum körfuboltaæfingum. Hann segist alltaf hafa hrifist af varnartækni körfuboltamanna og fékk því Denis Wucherer, fyrrum landsliðsþjálfara í körfu, til að hjálpa til við æfingarnar.

Hvort fundist hafa einhverjir leyndir hæfileikar hjá þýska landsliðinu í fótbolta skal ósagt látið.

Það er greinilega ekki bara á Íslandi sem menn stunda báðar greinar.

www.mbl.is

Mynd: www.wdr.de

Fréttir
- Auglýsing -