Maximilian Kleber verður ekki með þýska landsliðinu á EuroBasket í september vegna meiðsla, þýska körfuknattleikssambandið greindi frá þessu fyri helgi. Hinn 23 ára gamli Kleber leikur með Rio Natura Monbus í ACB deildinni á Spáni og var með 11,5 stig og 6,5 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili.
„Ég hafði ætlað honum meiriháttar hlutverk innan liðsins en við verðum bara að takast á við þennan missi,“ sagði Chris Fleming þjálfari þýska landsliðsins þegar þessi tíðindi voru kunngjörð. Kleber lék vel fyrir þýska liðið í síðustu umferð riðlakeppninnar fyrir EuroBasket 2015 þar sem hann var með 11,8 stig og 6,8 fráköst að meðaltali fyrir þýska liðið.
Þrátt fyrir fjarveru Kleber í haust þá verða Þjóðverjar engu að síður með sterkan hóp en þeir Dennis Schröder og Dirk Nowitzki hitta liðið í ágústmánuði en hinir sextán leikmennirnir eru:
Danilo Barthel (Fraport Skyliners, GER); Robin Benzing (CAI Zaragoza, ESP); Bastian Doreth (medi Bayreuth, GER); Niels Giffey (ALBA Berlin, GER); Alex King (ALBA Berlin, GER); Konstantin Klein (Fraport Skyliners, GER); Maodo Lo (Columbia University, USA); Tibor Pleiß (FC Barcelona, ESP); Bogdan Radosavljevic (WALTER Tigers Tübingen, GER); Heiko Schaffartzik (Bayern Munich, GER); Maurice Stuckey (EWE Baskets Oldenburg, GER); Karsten Tadda (Brose Baskets Bamberg, GER); Akeem Vargas (ALBA Berlin, GER); Johannes Voigtmann (Fraport Skyliners, GER); Maik Zirbes (Crvena Zvezda Belgrade, SRB) and Paul Zipser (Bayern Munich, GER).




