Fyrir tveimur dögum veltum við því fyrir okkur hverjar væru líkurnar á því að stórstjörnur liðanna sem mætast í úrslitum þessa árs Lebron James og Stephen Curry hafi fæðst á sama spítalanum í Akron Ohio. Þær eru líklegast litlar. Ætli þær séu þó ekki svipað miklar og að tvær aðrar stjörnur þessa úrslita, Klay Thompson hjá Warriors og Kevin Love fyrir Cavaliers, hafi spilað í sama minniboltaliði í hafnabolta?
Myndin hér að ofan er tekin árið 2001 af liði Lake Oswego Lakers í Oregon fylki Bandaríkjanna. Ef vel er að gáð sést Thompson í neðri röð lengst til vinstri og Love er stóri gæjinn í aftari röðinni.
Þegar að Mychal Thompson, faðir Klay, var spurður út í Love sem hafnaboltaleikmann sagðist hann oft hafa haft áhyggjur af kastara hins liðsins. Því Love hafi verið erfiðasti "little league" leikmaður sem til hafi verið. Um son sinn, Klay, gaf hann álíka góð meðmæli og er þess viss um að hann hafi geta farið í fyrstu umferð MLB nýliðavalsins sem kastari hafi hann kosið svo seinna meir.
Þess má geta að bróðir Klay, Tracey Thompson, er atvinnumaður í hafnabolta og leikur fyrir Los Angeles Dodgers.