spot_img
HomeFréttirKlay Thompson missir af öðru tímabili - Warriors ná í Wave Papi

Klay Thompson missir af öðru tímabili – Warriors ná í Wave Papi

Stjörnuleikmaður Golden State Warriors Klay Thompson er sagður hafa slitið hásin við æfingar síðastliðinn miðvikudag. Staðfestir Adrian Wojnarowski á ESPN þetta í gær.

Því er nokkuð ljóst að Thompson mun missa af öllu næsta tímabili, en hann hefur verið frá síðan í júní 2019, þegar hann sleit krossbönd í leik í úrslitakeppni tímabilsins 2018-19.

NBA deildin kláraði 2019-20 tímabil sitt núna í byrjun október, en gerir samt sem áður ráð fyrir að hefja það næsta nú rétt fyrir jól. Leikmenn liðanna munu mæta til æfinga með sínum liðum þann 30. nóvember.

Ljóst er að höggið er mikið fyrir fyrrum stórlið Warriors, sem nánast slepptu síðasta tímabili vegna meiðsla Thompson. Einhverjar uppbyggilegar fréttir hafa þó borist fyrir aðdáendur liðsins síðan aðm fréttirnar með Thompson spurðust út. Meðal annars að liðið nýtti annan valrétt sinn í nýliðavalinu til þess að ná í James Wiseman, sem og skiptu þeir framtíðarvalrétti til Oklahoma City Thunder fyrir ungstirnið Kelly Oubre Jr.

Þessar hreyfingar sem og aðrar voru ræddar í síðustu upptöku af Boltinn Lýgur Ekki, en hana er hægt að nálgast hér.

Fréttir
- Auglýsing -