Álftnesingar lögðu KR í kvöld í sjöttu umferð Bónus deildar karla, 108-89.
Eftir leikinn er Álftanes í öðru sæti deildarinnar með fjóra sigra á meðan KR er í fjórða sætinu, með jafn marga sigra, en verri innbyrðisstöðu.
Ljóst var að á brattan yrði að sækja fyrir KR í kvöld í upphafi leiks er ljóst var að þeir yrðu án tveggja atvinnumanna sinna Linards Jaunzems og Aleksa Jugovic. Það var Þó ekki að sjá á leik þeirra í upphafi leiks að það kæmi að sök, en eftir fyrsta leikhluta leiddu þeir með fjórum stigum.
Álftnesingar ná aðeins að laga stöðu sína fyrir lok fyrri hálfleiksins, en munurinn er þrjú stig þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 47-48. Þessi fyrri hálfleikur þó mikið til spilast með gestunum þrátt fyrir að munurinn hafi verið lítill í hálfleik, en mest leiddi KR með 10 stigum í öðrum leikhlutanum.
Í upphafi seinni hálfleiks rann fljótt undan gestunum úr Vesturbænum. Í liði Álftnesinga komust Sigurður Pétursson og Ade Murkey vel af stað sóknarlega og byggðu heimamenn sér upp gott forskot, en fyrir lokaleikhlutann leiða þeir með 17 stigum.
Í þeim fjórða hleypa heimamenn KR-ingum aldrei inn í leikinn. Gera að lokum það sem þarf til að vinna leikinn gífurlega örugglega, 108-89.
Stigahæstir fyrir Álftanes í leiknum voru Ade Murkey með 28 stig og Sigurður Pétursson með 24 stig.
Fyrir KR var stigahæstur KJ Douchet með 34 stig og Friðrik Anton Jónsson bætti við 18 stigum.



