spot_img
HomeFréttirKlárar Þórir leikinn aftur í Grindavík?

Klárar Þórir leikinn aftur í Grindavík?

 

Annar leikur úrslitaeinvígis KR og Grindavíkur er í Mustad Höllinni í Grindavík í kvöld. KR sigraði fyrsta leik einvígisins nokkuð sannfærandi, með 33 stigum, 98-65. Í þeim þremur leikjum sem að liðin hafa spilað í vetur hafa KR farið með sigur af hólmi í þeim öllum nokkuð örugglega. Sigra leikina með að meðaltali 20 stigum.

 

Nokkur munur er þó á frammistöðu Grindavíkur heima í Mustad Höllinni samanborið við þá sem þeir hafa sýnt á heimavelli KR í DHL Höllinni. Í þessum eina leik sem að liðin spiluðu í Grindavík, var munurinn á liðunum aðeins 2 stig, 78-80. Í þeim leik var Grindavík yfir á lokamínútunni, en leikmanni KR, Þóri Guðmundi Þorbjarnarsyni, leist illa á það og skoraði 5 síðustu stig sinna manna sem gáfu þeim sigurinn. Í heildina var Þórir besti maður vallarins þetta kvöldið. Skoraði 17 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar á þeim 29 mínútum sem hann spilaði.

 

Hérna er yfirlit yfir úrslitin

Hérna er tölfræði viðureigna liðanna í vetur

 

Leikir liðanna í vetur:

20.10.16. – KR 87 62 Grindavík

19.01.17. – Grindavík 78 – 80 KR

18.04.17. – KR 98 65 Grindavík (fyrsti leikur úrslita)

 

 

Fréttir
- Auglýsing -