spot_img
HomeFréttirKlárar Stjarnan dæmið eða jafnar Grindavík?

Klárar Stjarnan dæmið eða jafnar Grindavík?

Í kvöld fer fram fjórða úrslitaviðureign Stjörnunnar og Grindavíkur í Domino´s deild karla. Stjarnan getur orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins með sigri í kvöld en Grindvíkingar geta svo jafnað einvígið og tryggt sér oddaleik með sigri. Slagurinn hefst kl. 19:15 og verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport, beinni tölfræðilýsingu hjá KKÍ.is og þá mun Karfan.is að sjálfsögðu fylgjast grannt með gangi mála og greina frá í bæði máli og myndum.
 
Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Stjörnuna en þrjá sigra þarf til þess að verða Íslandsmeistari. Grindvíkingar eru ríkjandi Íslandsmeistarar og eiga því titil að verja.
 
Úrslitakeppnin hófst árið 1984 og alls hefur úrslitaeinvígi átta sinnum endað 3-1 og verður það í níunda sinn sem það gerist ef Stjarnan vinnur í kvöld. Ef Grindavík jafnar og kemur til oddaleiks í Röstinni þá verður það í tíunda sinn í sögu úrslitakeppninnar sem oddaleik þarf til að útkjlá hver verður Íslandsmeistari.
 
Fréttir
- Auglýsing -