Spá fyrirliða og þjálfara í úrvalsdeildum karla og kvenna var kunngjörð í dag á árlegum blaðamannafundi KKÍ þar sem starfsárið í Iceland Express deildunum var kynnt til leiks. Samkvæmt spánni verður það kvennalið Keflavíkur sem tekur deildarmeistaratitilinn og í karlaflokki verða KR deildarmeistarar samkvæmt spánni.
Spáin IEX kvenna:
1. Keflavík
2. KR
3. Haukar
4. Hamar
5. Snæfell
6. Grindavík
7. Njarðvík
8. Fjölnir
Spáin IEX karla:
1. KR
2. Keflavík
3. Snæfell
4. Stjarnan
5. Grindavík
6. Njarðvík
7. Fjölnir
8.ÍR
9. Hamar
10.KFÍ
11. Haukar
12. Tindastóll
Iceland Express deild kvenna hefur göngu sína á miðvikudag og keppni í Iceland Express deild karla hefst daginn eftir eða næstkomandi fimmtudagskvöld. Í kvöld kl. 20:00 á Stöð 2 Sport verður svo sérstakur kynningarþáttur um Iceland Express deildirnar.
KKÍ verður 50 ára á næsta ári og boðaði Hannes S. Jónsson formaður KKÍ að haldið yrði upp á afmælið allt næsta árið en þeir Kolbeinn Pálsson, Ríkharður Hrafnkelsson og Gunnar Þorvarðarson skipa afmælisnefnd KKÍ en Kolbeinn er eins og flestir vita eini körfuboltamaður landsins sem útnefndur hefur verið Íþróttamaður ársins.
Ljósmyndir/ Á efri myndinni eru leikmenn í Iceland Express deild kvenna en á þeirri neðri eru leikmenn í Iceland Express deild karla.