spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaKKÍ sækir um undanþágur fyrir 1. deildirnar og vinnur að nýju skipulagi...

KKÍ sækir um undanþágur fyrir 1. deildirnar og vinnur að nýju skipulagi mótahalds

Nú í hádeginu var það tilkynnt að frá og með komandi fimmtudegi mættu félög í efstu deild æfa á nýjan leik, en þau hafa ekki fengið að gera slíkt síðan í byrjun október. Mun breytingin vera hluti af rýmkuðum sóttvarnarreglum vegna Covid-19 sem gilda til 12. janúar.

Samkvæmt heimildum Körfunnar mun KKÍ vera að vinna að því að sækja um undanþágur fyrir öll lið fyrstu deildar kvenna og karla, þar sem þær deildir eru taldar á sama afreksstigi og Dominos deildirnar. Talið er öruggt að 2., 3. deildir og yngri flokkar fái ekki æfingaleyfi eins og er.

Þá mun sambandið einnig vinna að því að setja saman keppnisskipulag sem miðar að því að hefja keppni degi eftir að yfirstandandi takmarkanir falla úr gildi, 13. janúar 2021. Gert er ráð fyrir að það skipulag verði gert opinbert í næstu viku.

Fréttir
- Auglýsing -