spot_img
HomeFréttirKKÍ gerir nýjan samning við Íslenskar getraunir

KKÍ gerir nýjan samning við Íslenskar getraunir

 
KKÍ og Íslenskar getraunir skrifuðu undir nýjan samstarfssamning á dögunum. Samstarfið felur m.a. í sér að Deildarbikarinn mun bera nafnið Lengjubikarinn næstu tvö keppnistímabilin. 
 
Það er KKÍ mikils virði að hafa öfluga samstarfsaðila og hefur samstarfið við Íslenskar getraunir verið með miklum ágætum sl. ár. Það er því mikið ánægjuefni fyrir KKÍ að halda samstarfinu áfram.
 
Til gamans má geta þess að þegar deildarbikarinn / fyrirtækjabikarinn hóf göngu sína keppnistímabilið 1996-1997 þá hét keppnin Lengjubikarinn.
 
Úrslitaleikir í Lengjubikar karla og kvenna – Laugardalshöll sunnudaginn 26.september
 
13:00 KR – Keflavík – kvennaleikur
15:30 KR – Snæfell – karlaleikur
 
Ljósmynd/ Fulltrúar KKÍ og Íslenskra getrauna, frá vinstri Stefán Konráðsson framkvæmdastjóri Íslenskra getrauna, Hannes Sigurbjörn Jónsson formaður KKÍ og Pétur Hrafn Sigurðsson sölustjóri Íslenskra getrauna.
 
Fréttir
- Auglýsing -