Körfuknattleiksdómarafélag Íslands, KKDÍ, hélt upp á 50 ára afmæli sitt um helgina en félagið var stofnað 11. nóvember 1963.
Mikið var um dýrðir og fjölmenni og fór Ari Eldjárn á kostum með skemmtun sinni. Í hófinu flutti Hannes S. Jónsson formaður KKÍ kveðju sambandsins og afhenti félaginu gjöf jafnframt því sem hann afhenti Jóni Bender silfurmerki KKÍ fyrir áratuga starf í körfuboltahreyfingunni sem stjórnarmaður félags, leikmaður, þjálfari, dómari og í forystu fyrir dómara.
KKDÍ heiðraði jafnframt fjóra einstaklinga á hófinu fyrir frábært framlag í þágu dómaramála í körfuknattleik. Þetta voru þeir Jón Otti Ólafsson, Kristbjörn Albertsson, Kristinn Albertsson og Helgi Bragason.
Frétt/ www.kki.is
Mynd/ GFS – Frá vinstri Kristbjörn Albertsson, Jón Otti Ólafsson, Kristinn Albertsson og Jón Bender en á myndina vantar Helga Bragason.



