spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaKjartan og Eysteinn framlengja við Álftanes

Kjartan og Eysteinn framlengja við Álftanes

Álftnesingar halda áfram að endursemja við sína menn fyrir fyrstu leiktíð félagsins í Subway deild karla, en í dag var tilkynnt að Eysteinn Bjarni Ævarsson myndi taka slaginn með liðinu á komandi leiktíð. Eysteinn var valinn í lið ársins í 1. deild karla á síðustu leiktíð, þegar Álftnesingar unnu deildina og tryggðu sér þátttökurétt í Subwaydeildinni.

Þá mun Kjartan Atli Kjartansson halda áfram þjálfun Álftnesinga. Kjartan hóf störf hjá Álftanesi fyrir nýliðið tímabil og stýrði liðinu upp í fyrstu tilraun.

Fréttir
- Auglýsing -