spot_img
HomeFréttirKjartan: Í sambandi við þjálfara úr öllum deildum

Kjartan: Í sambandi við þjálfara úr öllum deildum

Kjartan Helgi Steinþórsson er fæddur og uppalinn Grindvíkingur sem spilar körfubolta í menntaskólanum Hamton Roads Academy í Newport New Virginiu í Bandaríkjunum. Karfan.is náði í skottið á Kjartani og lagði fyrir hann nokkrar laufléttar.
 
Ertu með nick name úti?
Já ég hef oftast bara verið kallaður KJ eða Ice síðan ég kom hingað út.
 
Hvaða stöðu spilar þú þarna úti? 
Ég hef verið að spila skotbakvörð/leikstjórnanda.
 
Hvernig er að vera þarna úti?
Það er rosalega fínt og rosalega spennandi að fá að spila í highschool körfubolta fyrir svona flott lið. Þetta er frábær reynsla að spila svona öðruvísi bolta.
 
Hvernig bolta eruð þið að spila?
Eins og ég hef upplifað þetta, þá sérstaklega frá því þegar ég var í Ohio, þá er þetta virkilega hraður leikur og mikil barátta.
 
Hvernig hefur þessi lífsreynsla verið?
Þessi reynsla hefur verið alveg frábær. Maður hefur þroskast helmingi hraðar á því að búa svona langt frá fjölskyldu og vinum og þurft að gera mest allt sjálfur. Ég hef kynnst allskonar frábæru fólki og þetta hefur verið frábær reynsla og minningarnar eru skemmtilegar.
 
Hefuru bætt þig mikið?
Já ég myndi segja að ég hafi bætt mig bæði körfuboltalega séð, líka sem nemandi og einnig sem einstaklingur.
 
Eru einhverjir háskólar búnir að setja sig í samband við þig og ef svo er þá hverjir?
Það er allt í skoðun ennþá en maður hefur verið í góðu sambandi við ýmsa þjálfara úr öllum deildum. Lokaákvörðunartaka verður síðar í vor.
 
Hvað stefniru á að gera í framtíðinni varðandi körfuboltann?
Eins og útlitið er núna þá stefni ég á að klára fjögur ár í háskólaboltanum hér úti og útskrifast.
 
Hvað ætlaru að læra?
Ég hef verið að hugsa um ,,physical therapy” eða ,,business administration.”
 
Ertu að fylgjast með boltanum heima, ef svo er hvað finnst þér um deildina eins og hún er núna?
Ég hef lítið verið að fylgjast með boltanum heima vegna þess að það er búið að vera brjálað að gera í náminu og boltanum. Auðvitað hef ég eitthvað fylgst með og gaman að sjá hvað uppeldisfélaginu Grindavík gengur vel! Og svo er einnig virkilega gaman að sjá hvað það eru margir ungir leikmenn að leika mikilvæg hlutverk í deildinni.
 
Hvað finnst þér um að Danni sé kominn til Grindavíkur?
Hann er frábær karakter og einstaklingur og það var gaman að heyra þær fréttir þegar hann skrifaði undir hjá Grindavík. Alveg sama hvar Danni spilar þá stendur hann sig alltaf frábærlega og er virkilega flottur einstaklingur, en það er gaman að sjá að hann vildi spila fyrir Grindavík.
 
Viðtal/ Jenný Ósk
 
Myndir úr einkasafni: Efri mynd- Kjartan Helgi ásamt fósturmóður sinni í Bandaríkjunum og NFL leikmanninum Mario Manningham sem tók þátt í litlum leik um helgina sem heitir Super Bowl en Manningham var með litlar 150 milljónir króna í laun frá 49ers árið 2012!
Á neðri myndinni er Kjartan í leik með Hamton Roads.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -