Ísfirðingar hafa þétt raðirnar fyrir átökin í 1. deild karla á næsta tímabili en Kjartan Helgi Steinþórsson mun söðla um úr Grindavík og leika með KFÍ á næsta tímabili. Frá þessu er greint á heimasíðu Ísfirðinga, www.kfi.is
Á heimasíðu KFÍ segir ennfremur:
Kjartan er nítjan ára gamall 193 cm á hæð og er leikstjórnandi/skotbakvörður og kemur frá Grindavík. Hann fór til BNA til að spila körfu og til náms árið 2011 og spilaði með gríðarlega sterku liði Warren Hardin skólanum sem sigraði í sínum riðli í 1.deildinni og komust í átta liða úrslit. Hann var þar sem skiptinemi og vegna reglna í High School sem eru úti gat hann ekki haldið áfram í skólanum þar og fluttist hann í Hamton Roads Academy Virginíu og var þar einn af burðarásum liðsins og var ofarlega i allri tölfræðinni. Þaðan hélt hann til 2. deildar háskólann Southwest Baptist í NCAA en þessi skóli var einum og mikill í trúfræðinni og ekki í boði að vera þar í þrjú ár. Hann hélt því til uppeldisfélags hans Grindavík og var þar í vetur. Kjartan er í U-20 landliðshópnum.



