spot_img
HomeFréttirKjartan Atli leggur skóna á hilluna

Kjartan Atli leggur skóna á hilluna

Kjartan Atli Kjartansson hefur ákveðið að láta staðar numið sem leikmaður úrvalsdeildarliðs Stjörnunnar og ætlar að leggja körfuboltaskónum sínum. Ástæður þessa eru raktar betur í viðtalinu sem fylgir hér að neðan. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Stjörnunnar.
 
 
Kjartan Atli var síðasti geirfuglinn í meistaraflokki Stjörnunnar, en hann var eini leikmaðurinn sem spilaði með Stjörnunni áður í 1. deildinni og á upphafsárum liðsins í úrvalsdeild. Hann hefur því lifað tímana tvenna sem leikmaður Stjörnunnar.
 
Kjartan er þó ekki að yfirgefa Stjörnuna, þar sem hann heldur áfram að þjálfa þá yngri flokka sem hann hefur með höndum, en að sögn þá mun hann einbeita sér enn betur að þeim flokkum.
 
 
Mynd með frétt/ Heiða
 
Fréttir
- Auglýsing -