spot_img
HomeFréttirKínverjar sigruðu á Asíuleikunum

Kínverjar sigruðu á Asíuleikunum

15:34

{mosimage}

(Saad Abdulrahman Ali og Zhizhi Wang eigast við í úrslitleik karla)

Asíuleikunum sem fram fóru í Doha í Qatar lauk nú um helgina og hrósuðu Kínverjar sigri í karla og kvennaflokki. Í kvennaflokki sigruðu kínversku stúlkurnar Taiwan 90-59 og var Xiaoli Chen stigahæst þeirra kínversku með 21 stig en Hui Mei Lin skoraði mest fyrir Taiwan eða 18 stig.

Í karlakeppninni sigruðu Kínverjar heimamenn með 15 stigum 59-44. Langstigahæstur Kínverjanna var Zhizhi Wang með 28 stig en hann var einmitt fyrsti Kínverjinn til að leika í NBA deildinni en þar lék hann með Dallas Maverick, Los Angeles Clippers og síðast Miami Heat. Fyrir heimamenn skoraði Omar Abdelkader Salem mest eða 16 stig.

[email protected]

Mynd: Heimasíða Asíuleikanna

Fréttir
- Auglýsing -