spot_img
HomeFréttirKínva, Íran og Kórea taplaus í Asíukeppninni

Kínva, Íran og Kórea taplaus í Asíukeppninni

 
Asíukeppnin stendur nú yfir og undanriðlarnir eru komnir í góðan gang. Þrjár þjóðir eru enn taplausar en það eru heimamenn í Kína, Íranir og Kóreumenn. Kínverjar mættu Jórdönum í dag og lögðu þá með 33 stiga mun.
Á morgun lýkur undanriðlunum og þá verður ljóst hvaða lið munu skipa 8-liða úrslitin.
 
Lokatölur í leik Kínverja og Jórdana í dag voru 93-60 Kínverjum í vil þar sem Yi Jianlian gerði 16 stig fyrir Kínverja og tók 12 fráköst.
 
Mynd/ Yi er að njóta sín í Asíukeppninni og Kínverjar eru taplausir um þessar mundir.
 
Fréttir
- Auglýsing -