spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaKinu Rochford til liðs við Þór Þorlákshöfn

Kinu Rochford til liðs við Þór Þorlákshöfn

Þór frá Þorlákshöfn hefur sagt upp samningi sínum við Joe Tagarelli en efturmaður hans er fundinn og er það Bandaríkjamaðurinn Kinu Rochford. Þetta staðfesti Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Þórs í samtali við Karfan.is í dag.

Joe Tagarelli stóðst ekki væntingar sem til hans voru gerðar og var hann því látinn fara. Þór Þ hefur samið við miðherjan Kinu Rochford en hann spilaði í Bretlandi á síðustu leiktíð, þar var hann með 12,5 stig og 8,9 fráköst að meðaltali í leik.

Kinu hefur töluverða reynslu úr evrópuboltanum. Hefur hann spilað í deildur í Hollandi,Ísrael,Frakklandi,Bretlandi og Litháen.

Kinu er kominn til landsins og spilar með Þór í Icelandic Glacial mótinu sem hefst í næstu viku en þar taka þátt ásamt Þórsurum, Njarðvík, Grindavík og Stjarnan.

Baldur Þór Ragnarsson tók við þjálfun liðsins í sumar og eru nokkrar breytingar á liðinu. Fyrr hafði liðið samið við Ragnar Örn Bragason, Nick Tomsick og Gintautas Matulis. Þá hafa þeir Ólafur Helgi Jónsson og Snorri Hrafnkelsson yfirgefið liðið.

Fréttir
- Auglýsing -