spot_img
HomeFréttirKing James sjóðheitur í nótt

King James sjóðheitur í nótt

Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt þar sem Miami Heat komst í 3-1 gegn Brooklyn og Portland minnkaði muninn í 3-1 gegn San Antonio Spurs.
 
 
Brooklyn 96-102 Miami
Miami 3-1 Brooklyn
 
LeBron James var í banastuði og lét rigna 49 stigum yfir Brooklyn í nótt! 16-24 í teignum og 3-6 í þristum, 6 fráköst og 2 stoðsendingar. Joe Johnson var atkvæðamestur hjá Brooklyn með 18 stig en James var að jafna persónulegt met en 49 stig er það mesta sem hann hefur skorað á ferlinum í úrslitakeppninni.
 
Portland 103-92 San Antonio
San Antonio 3-1 Portland
 
Damian Lillard fór fyrir Portland með 25 stig og 5 stoðsendingar en hjá Spurs var Tony Parker með 14 stig og aðeins eina stoðsendingu sem þykir víst miður gott á þeim bænum.
 
Phantom-video: LeBron með 49 punkta gegn Brooklyn
  
Fréttir
- Auglýsing -