spot_img
HomeFréttirKínaferð landsliðsins - Tveir leikmenn drógu sig úr hópnum

Kínaferð landsliðsins – Tveir leikmenn drógu sig úr hópnum

Því miður kom upp sú staða að tveir leikmenn íslenska landsliðsins sem var á leið til Kína í morgun, urðu að draga sig úr hópnum rétt fyrir brottför. Þar sem fyrirvarinn var svo lítill var ekki hægt að taka inn leikmenn í þeirra stað vegna mikillar pappírsvinnu. Þetta kemur fram á heimasíðu Körfuknattleikssambandsins – KKÍ.
 
Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Logi Gunnarsson, sem dró sig úr hópnum vegna veikinda, og Helgi Már Magnússon af persónulegum ástæðum.
 
Það eru því 10 leikmenn sem eru á leiðinni frá Stokkhólmi til Peking þessa stundina ásamt þjálfurum, sjúkraþjálfara og fararstjórum.
 
Mynd: Logi Gunnarsson verður ekki með íslensku strákunum í Kína.

www.kki.is
Fréttir
- Auglýsing -