spot_img
HomeFréttirKidd orðaður við LA Lakers

Kidd orðaður við LA Lakers

15:53 

{mosimage}

 

 

New York Times greinir frá því í dag að lið New Jersey Nets sé nú ákaft að reyna að skipta leikstjórnandanum Jason Kidd í burtu frá félaginu. Blaðið heldur því fram að Los Angeles Lakers sé líklegasta liðið til að hreppa Kidd og sé að reyna að koma þriðja liði inn í skiptin til að láta enda ná saman.

Times hefur þetta eftir nokkrum framkvæmdastjórum NBA liða í Austurdeildinni og því er haldið fram að Lakers-liðið sé tilbúið að láta þá Chris Mihm, Jordan Farmar og Kwame Brown í skiptunum, auk valrétta í nýliðavalinu.

Kidd er einn þeirra leikmanna sem líklegastir þykja til að skipta um heimilisfang áður en félagaskiptaglugginn í NBA lokast á fimmtudagskvöldið. Félagi hans Vince Carter hjá Nets hefur einnig verið orðaður við skipti, en hann getur rift samningi sínum við liðið í sumar og færi þá án þess að liðið fengi nokkuð í skiptum.

Þá eru þrálátir orðrómar í gangi um að Pau Gasol fari frá Memphis, Paul Pierce frá Boston og að Kevin Garnett verði skipt frá Minnesota Timberwolves.  

Frétt af www.visir.is

Fréttir
- Auglýsing -