Þrátt fyrir að Þór hafi mátt bíta í það súra epli um helgina eftir að ljóst var að liðið var að tapa sínum fimmta leik í röð sáust mikil bata merki á leik liðsins. Þór hóf leikinn af krafti og ljóst að með tilkomu hins nýja liðsmanns Frisco Sandidge höfðu leikmenn Þórs öðlast ögn meira sjálfstraust en verið hefur í liðinu til þessa. Gestkomandi lið KFÍ átti þó eftir að reynast heimamönnum illt viðureignar.
Þór byrjaði leikinn betur og höfðu fjögurra stiga forskot þegar þrjá mínútur voru liðnar af leiknum. Leikmenn Þórs virkuðu nokkuð öruggir með sig. En þá var eins og fjandinn yrði laus og í kjölfarið kom afleitur kafli hjá Þórsliðinu og gestirnir skoruðu 10-0 og staðan skyndilega orðin 9-19. Þá var eins og menn vöknuðu upp af værum blundi og minnkuðu muninn í tvö stig 21-19 þegar tvær mínútur lifðu af fyrsta leikhluta. Gestirnir kláruðu lokakafla fjórðungsins 1-7 og höfðu yfir eftir fyrsta fjórðung 22-28.
Framan af öðrum leikhluta var jafnræði með liðunum en gestirnir leiddu þó lengst af með 5-8 stigum og þegar tvær mínútur lifðu af fjórðungnum var staðan 40-48 KFÍ í vil. Gestirnir kláruðu síðustu tvær mínútur fjórðungsins 4-0 og höfðu því yfir í hálfleik 40-52.
Gestirnir mættu grimmir til leik í þriðja leikhluta og skoruðu fyrstu sex stigin gegn engu hjá Þór og munurinn skyndilega orðin 18 stig 40-58 þegar tvær mínútur voru liðnar af fjórðungnum. Smán saman náði Þór að minnka muninn og þegar fjórði og síðasti leikhlutinn hófst var munurinn á liðunum níu stig 53-64.
Leikmenn Þórs mættu ákveðnir til leiks í síðasta leikhlutann og ætluðu sér greinilega að láta gestina hafa fyrir hlutunum og þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum munaði aðeins sex stigum á liðunum 62-68. Svo þegar um ein mínúta lifði af leiknum munaði aðeins 5 stigum á liðunum 68-73 og allt gat gerst. En spennustigið var aðeins og hátt fyrir hið unga lið Þórs og á síðustu mínútunni skoruðu gestirnir 7-0 og tólf stiga sigur staðreynd 68-70 sem er full mikill munur miðað við gang leiksins undir lokin.
Fyrirliðinn sjálfur, Arnór Jónsson stórleik en hann skoraði 22 stig og þar af setti hann niður fjóra þrista. Næstur kom nýi liðsmaðurinn Frisco Sandidge hann skoraði 18 stig var með fimm stoðsendingar og tók 10 fráköst. Greinilegt að hann á eftir að reynast liðinu drjúgur. Vic Ian var með 10 stig, Einar Ómar Eyjólfsson var með 9 stig, Orri Freyr Hjaltalín 5 og Sturla Elvarsson 2.
Hjá KFÍ voru þeir Nebojsa Knezivic og Birgir Björn Pétursson stigahæstir með 23 stig hvor auk þess tók Birgir 16 fráköst og Pance Lliecski var með 14 stig. Jóhann Jakob Friðriksson var með 10 stig Florijan Jovanov 6 og þeir Haukur Hreinsson og Björgvin Snævar Sigurðsson 2 stig hvor.
Frétt og mynd/ Páll Jóhannesson



