spot_img
HomeFréttirKFÍ lyftir bikar í kvöld - hvernig verður úrslitakeppni 1. deildar?

KFÍ lyftir bikar í kvöld – hvernig verður úrslitakeppni 1. deildar?

Í kvöld er lokaumferð 1. deildar karla þar sem KFÍ mun fá afhentan bikarinn fyrir sigur í deildinni þetta árið. Ísfirðingar leika því í úrvalsdeild karla á næstu leiktíð eftir stutt stopp í 1. deild. Þá skýrist það endanlega í kvöld hvernig úrslitakeppnin í deildinni mun líta út. Þegar er ljóst að það verða Ármann og nýliðar ÍG sem leika í 2. deild á næstu leiktíð.
Leikir kvöldsins í 1. deild karla:
 
18:30 Höttur-Breiðablik
19:15 Ármann-ÍA
19:15 Þór Akureyri-FSu
19:15 ÍG-Hamar
19:15 KFÍ-Skallagrímur
 
Breiðablik og ÍA berjast um 5. sætið í kvöld en ÍA hefur betur innbyrðis hjá liðunum. Skagamenn eru fyrir kvöldið í mun ákjósanlegri stöðu en Blikar, piltarnir frá Jaðarsbökkum leika gegn botnliði Ármanns í Kennaraskólanum en Blikar mæta Hetti fyrir austan. Í 7. sæti deildarinnar með 14 stig eru Þórsarar frá Akureyri og þó Blikar og Skagamenn tapi í kvöld og Þór vinni þá standa þeir engu að síður verst milli þessara þriggja liða og eru ekki á leið í úrslitakeppnina sama hvað gengur á í kvöld.
 
Af vef KKÍ:
 
Baráttan um heimavallarréttinn
Skallagrímur, Höttur og Hamar gætu endað jöfn að stigum eftir leiki kvöldsins. KFÍ leika gegn Skallagrím, Höttur leikur gegn Breiðablik og Hamar leikur við ÍG. Ef það gerist að Skallagrímur tapar og Hamar og Höttur vinna sína leiki verða þau öll með 24 stig.
 
Þá mun Höttur lenda í 2. sæti (með 3 sigra í innbyrðisdeild þessara þriggja liða), Skallagrímur í 3. sæti með tvo sigra og Hamar í því fjórða með 1 sigur.
 
Fyrir lokaumferðina er ljóst að nýliðar ÍG eru fallnir sem og lið Ármanns og ættu þau tvö að öllu óbreyttu að leika í 2. deild að ári.
 
Beint á netinu: KFÍ-TV
KFí ætlar að fylgjast með í beinni á KFÍ-TV á netinu og verða einnig í sambandi við hin liðin og færa fréttir í beinni. Að auki verður LIVE-stattið í gangi á kki.is þannig að enginn ætti að missa af fjörinu.
 
KFÍ menn fá afhendan deildarmeistarabikar og verðlaun að leik loknum en Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, verður á Ísafirði og afhendir þau í leikslok.
Fréttir
- Auglýsing -