spot_img
HomeFréttirKFÍ jafnaði Stjörnuna í 2. sæti

KFÍ jafnaði Stjörnuna í 2. sæti

KFÍ gerði góða ferð í Dalhús um helgina þegar þær sóttu tvö mikilvæg stig í baráttunni um annað sætið í 1. deild kvenna. Leikurinn var jafn framan af en í lok annars leikhluta seig KFÍ fram úr og leiddi með 10 stigum í hálfleik. Ísfirðingar létu forskotið ekki af hendi það sem eftir lifði leiks og lönduðu nokkuð öruggum 17 stiga sigri á Fjölni, 59 – 76. Labrenthia Murdock var atkvæðamest KFÍ stúlkna með 21 stig, 17 fráköst og 5 stoðsendingar en Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir átti góðan leik í liði Fjölnis og skilaði 23 stigum og 9 fráköstum.
 
 
Myndasafn – Bára Dröfn

Stig Fjölnis
: Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 23 stig/9 fráköst, Elísa Birgisdóttir 6 stig, Sigrún Anna Ragnarsdóttir 6 stig/5 fráköst, Dagbjört Helga Eiríksdóttir 5 stig, Sigrún Elísa Gylfadóttir 5 stig, Erla Sif Kristinsdóttir 5 stig/6 fráköst, Katla Marín Stefánsdóttir 4 stig/ 5 fráköst, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 3 stig/5 fráköst, Telma Sif Reynisdóttir 2 stig, Hanna María Ástvaldsdóttir 0 stig, Snæfríður Birta Einarsdóttir 0 stig.

Stig KFÍ:
Labrenthia Murdock Pearson 21 stig/17 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 16 stig/8 fráköst, Linda Marín Kristjánsdóttir 13 stig/7 fráköst, Hlín Sveinsdóttir 10 stig, Guðrún Edda Bjarnadóttir 7 stig/6 fráköst, Alexandra Sif Herleifsdóttir 6 stig, Rósa Överby 3 stig, Saga Ólafsdóttir 0 stig, Hekla Hallgrímsdóttir 0 stig.
 
Staðan í 1. deild kvenna
Deildarkeppni
Nr. Lið U/T Stig
1. Njarðvík 10/0 20
2. Stjarnan 6/3 12
3. KFÍ 6/3 12
4. Fjölnir 4/6 8
5. Þór Ak. 3/5 6
6. Tindastóll 2/7 4
7. FSu/Hrunamenn 0/7 0
 
 
Fréttir
- Auglýsing -