spot_img
HomeFréttirKFÍ hefur líklega sungið sitt síðasta

KFÍ hefur líklega sungið sitt síðasta

„Vinna er í fullum gangi að sameina Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar, BÍ/Bolungarvík og blakfélagið Skell undir merkjum nýs félags,“ þetta sagði Ingólfur Þorleifsson við Karfan.is og staðfesti að þegar hefði KFÍ því leikið sinn síðasta leik í íslenskum körfuknattleik og von væri á nýju nafni fyrir sameinuðu félögin undir einum fána.
 
 
„Stefnt er svo að því að önnur félög á svæðinu komi í samstarfið í framhaldinu,“ sagði Ingólfur sem um langt skeið hefur verið viðriðinn körfuboltann á Ísafirði.
 
Shiran Þórisson formaður KKD KFÍ sagði við BB.is að hugur væri á því af hálfu körfuknattleiksdeildarinnar að taka þátt í sameiningarviðræðunum til enda. „Við náðum mjög fljótt góðum árangri. Fórum fljótt upp í úrvalsdeild og áttum möguleika á að komast í úrslitakeppni. Síðan þá hefur þetta verið rússibanareið og gengið verið upp og ofan,“ segir Shiran m.a. við BB.is en viðtalið er hægt að nálgast í heild sinni hér.
 
Mynd/ Tomasz Kolodziejski – Shiar Þórisson formaður KKD KFÍ hefur m.a. setið á þjálfarastól hjá liðinu og á að baki leiki sem leikmaður félagsins. 
Fréttir
- Auglýsing -