spot_img
HomeFréttirKFÍ fær atvinnuleyfi fyrir 2 leikmenn og þjálfara

KFÍ fær atvinnuleyfi fyrir 2 leikmenn og þjálfara

10:23 

{mosimage}

 

 

Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar hefur fengið atvinnuleyfi fyrir tvo leikmenn og þjálfara frá fyrrverandi ríkjum Júgóslavíu. Mennirnir koma frá Serbíu og Makedóníu en Vinnumálastofnun hafði áður synjað umsókn félagsins um atvinnuleyfi fyrir þá.

Ingólfur Þorleifsson, formaður Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar, segir að búið sé að senda vegbréfsáritanir þeirra út og þegar þær eru komnar í réttar hendur geta mennirnir komið til Íslands.

 

"Við vorum ekki ánægðir með að vera synjað um atvinnuleyfi fyrir mennina. Körfuknattleiksfélag Íslands slóst í lið með okkur, þeir unnu málið með vinnumálastofnum og fundu lausn sem við erum mjög sáttir við," sagði Ingólfur

Leikmennirnir sem nú eru á leið til liðs við félaga sína í KFÍ eru Bojan Popovic sem er 209 sentímeta hár skotbakvörður frá Serbíu. Hann spilaði með unglingalandsliði Serbíu árið 1999.

 

Hinn leikmaðurinn heitir Pance Ilievski, sem er 193 sentímetra hár leikstjórnandi. Hann getur einnig leyst fleiri stöður á vellinum og hefur spilað með unglingalandsliði Makedóníu.

 

Þjálfarinn er Borce Ilievski fyrrverandi unglingalandsliðsþjálfari Makedóníu. Hann er menntaður þjálfari og hefur um árabil rekið sinn eigin körfuboltaskóla.

Á heimasíðu KFÍ kemur fram að miklar væntingar séu bundnar við leikmennina og þjálfarann og að þeirra sé beðið með mikilli eftirvæntingu.

 

Frétt af www.visir.is

Fréttir
- Auglýsing -