7. umferð Iceland Express deildar kláraðist í kvöld með einum leik sem fresta þurfti síðastliðinn föstudag. KFÍ heimsóttu Hamar í Hveragerði þar sem heimamenn voru sterkari. Staðan eftir 1. leikhluta var 32-17 og í hálfleik var hún 52-39 fyrir heimamenn.
Það var Andre Dabney sem var atkvæðamestur heimamanna í hálfleik með 13 stig.
Hjá gestunum var það Darco Milosevic sem var atkvæðamestur með 11 stig og 3 fráköst.
Eftir 3. leikhluta voru það 14 stig sem skildu liðin að, 69-55 og að lokum voru það Hamarsmenn sem sigruðu með sama mun, 14 stigum, 83-69.
Hjá KFÍ var það Craig Schoen sem var atkvæðamestur með 18 stig og 5 stolna bolta. Nebojsa Knezevic var með 12 stig og 10 fráköst og Darco Milosevic var einnig með 12 stig. Hugh Barnett var með 10 stig, Daði Berg Grétarsson með 7 stig og 6 stolna bolta. Carl Josey var með 5 stig og 6 fráköst. Pance Ilievski gerði 3 stig og Ari Gylfason 2.
Hjá Hamri var það Andre Dabney sem var atkvæðamestur með 21 stig. Darri Hilmarsson var með 12 stig og 9 fráköst. Nerijus Taraskus var með 12 stig og Ragnar Nathanaelsson gerði 10 stig, tók 10 fráköst og var með 4 varin skot. Ellert Arnarson og Svavar Páll Pálsson gerðu 9 stig hvor. Kjartan Kárason var með 6 stig og Snorri Þorvaldsson 4.
Ljósmynd/ Sævar Logi Ólafsson: Andre Dabney sækir að körfu KFÍ í Hveragerði í kvöld.
Pistill: Jakob F. Hansen



