spot_img
HomeFréttirKey Habits kynnir Markmiðanámskeið fyrir íþróttafólk

Key Habits kynnir Markmiðanámskeið fyrir íþróttafólk

Key Habits hefur undanfarin misseri verið að ryðja sér til rúms í heilsueflingu einstaklinga og fyrirtækja hér  heima og erlendis. Eitt af námskeiðinum Key Habits heitir Heilsulæsi og Markmiðasetning og hefur slegið í gegn upp á síðkastið, og hefur Key Habits nú ákveðið að bjóða upp á námskeið sérstaklega ætlað íþróttafólki.
„Þetta er ekki ný nálgun þó hún sé mjög vanmetin,” segir Brynjar Karl leiðbeinandi á námskeiðinu. „Þegar fólk fær almennilega þjálfun í þessum fræðum áttar það sig strax á því að þetta er ekki bara það fyrsta sem að íþróttamaðurinn ætti að hafa á hreinu áður en lagt er af stað í undirbúning heldur líka það allra mikilvægasta. Ég er búinn að kenna þetta námskeið í 15 ár og er alveg sannfærður um það.”
 
„Mig hefur lengi langað að bjóða upp á svona þjálfun fyrir íþróttafólk þar sem reynsla mín og bakgrunnur er úr íþróttum. Síðustu ár hef ég unnið sem ráðgjafi í gæðastjórnun fyrir íþróttalið og þjálfara. Þar gengur öll mín vinna út á að hjálpa þjálfurum að hámarka afköst leikmanna á íþróttavellinum. Það eru því hæg heimatökin að vera með markmiðanámskeið fyrir íþróttafólk hér heima.”
 
Eru það lið sem við könnumst við?
„Þetta er t.d. lið í NBA, NFL, Ensku Úrvalsdeildinni í fótbolta og svo mörgum öðrum liðum í Háskólum í Bandaríkjunum og liðum í Evrópu í flestum íþróttagreinum. Hérna heima stofnuðum við Körfuboltaakademíu FSu sem var á þeim tíma fyrsta íþróttaakademían í íslenskum framhaldsskóla. Á þriðja ári FSu komumst við í úrvaldsdeild og á fjórða starfsári FSu komust 5 leikmenn á skólastyrk til Bandaríkjanna og má segja að það hafi verið að mestu hluta að þakka góðri markmiðavinnu.”
 
Hvernig fer námskeiðið fram?
„Námskeiðið er 16 vikur. Íþróttafólki sækir nokkra fundi hjá okkur og á milli fundanna fá þau verkefni og fræðslumola senda í gegnum hugbúnað Key Habits sem nýtist þeim í markmiðavinnunni. Á námskeiðinu kennum við aðferð í markmiðavinnu, förum yfir hugmyndafræði markmiðavinnu fyrir íþróttamenn og kennum á markmiðaeiningu Key Habits. Ég er rosalega spenntur fyrir því að kýla þetta í gang. Það stendur ekki til að bjóða þetta aftur í bráð þannig að ég skora íþróttamenn að kynna sér þetta vel. Ég lofa því að það verður enginn svikinn af þessu námskeiðið.”
 
Nánari upplýsingar www.keyhabits.is/sport
 
  
Fréttir
- Auglýsing -