15:51
{mosimage}
(Kevin Johnson)
Leikstjórnandinn Kevin Johnson gerði garðinn frægan sem leikmaður í NBA deildinni með Phoenix Suns en nú hefur hann sett stefnuna á borgarstjórastól í Sacramento og ætlar sér að verða fyrsti blökkumaðurinn til þess að stýra borginni. Kevin Johnson lék í NBA deildinni frá 1987-2000.
Nú þegar hafa kappar á borð við Shaquille O´Neal, Magic Johnson og Charles Barkley opinberlega tjáð Kevin stuðning sinn en Kevin er demókrati. Á ferli sínum í NBA deildinni var leiktíðin 1989-1990 einhver sú besta persónulega hjá Kevin Johnson þar sem hann var með 22,5 stig að meðaltali í leik, 11, 4 stoðsendingar og 3,6 fráköst.



