spot_img
HomeFréttirKevin Garnett til Boston ??

Kevin Garnett til Boston ??

08:46

dKevin Garnett gæti verið á leið til Boston Celtics ef marka má fréttir vestan hafs. Garnett hefur nú síðastliðin ár verið orðaður við skipti frá Timberwolves en aldrei neitt gerst í því þannig að þessar fréttir eru svo sem ekki nýjar af nálinni. En Danny Ainge framkvæmdarstjóri Boston hefur staðfest að hann hefur rætt við forráðamenn Timberwolves um hugsanleg skipti.

 

 

"Um er að ræða þá skipti á valrétti okkar í ár númer 5. En margir hafa áhuga en ekkert hefur verið ákveðið ennþá." sagði Ainge við fjölmiðla. Glen Taylor eigandi Timberwolves sagði að hann væri tilbúin að hlusta á tilboð í Garnett en "planið" væri að halda honum áfram hjá félaginu. Kevin Mchale framkvædarstjóri og fyrrum leikfélagi Danny Ainge hjá Boston sagðist ekki vera að leita eftir neinum skiptum sérstaklega fyrir Garnett "Á þessum tímapunkti ársins eru allir að hringja í alla í deildinni og vilja vita hvað menn eru að hugsa og jafnvel út frá því finna góð skipti fyrir sitt lið"

 

Fréttir
- Auglýsing -